Viðskipti innlent

Kortavelta erlendra ferðamanna orðin meiri en allt árið í fyrra

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Alls nam kortavelta útlendinga hér á landi 10,1 milljörðum króna í september síðastliðin, sem er aukning upp á rúm 21% í krónum talið á milli ára samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birti um greiðslumiðlun í gær.

Frá þessu er greint í Morgunkorni greinardeildar Íslandsbanka. Þessi mikla aukning kemur ekki á óvart enda voru erlendir ferðamenn einnig 21% fleiri nú í september sl. en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands.

Jafnframt er þetta sama þróunin og verið hefur samfellt í hverjum einasta mánuði í fjögur ár, eða allt frá því í október 2010.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa erlendir ferðamenn náð að strauja kortin sín fyrir 93,3 ma. kr. hér á landi. Þrátt fyrir að enn séu þrír mánuður eftir af árinu er því kortavelta þeirra nú þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra (91,3 ma. kr.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×