Bónus með lægsta verðið á matarkörfunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2014 15:15 Matarkarfan er ódýrust í Bónus. Vísir/Vilhelm Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu 10. október sl. Matarkarfan kostaði 16.086 kr. hjá Bónus en hún var dýrust hjá Víði á 19.650 kr. sem er 3.564 kr. verðmunur eða 22%. Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði vöru, en sjá mátti allt að 180% verðmun. Eins og svo oft áður er nánast engin verðmunur á nýmjólk og stoðmjólk eða 1%. Eins og áður sagði var Bónus með ódýrustu körfuna á 16.086 kr. en þar á eftir kom Krónan með matarkörfu sem kostar 160 kr. meira en karfan hjá Bónus. Þar næst er Nettó með körfu á 17.439 kr. sem er 8% dýrari en karfan í Bónus og hjá Fjarðarkaupum kostaði karfan 17.532 kr. eða 9% meira en sú ódýrasta. Matarkarfan var dýrust hjá Víði á 19.650 kr. eða 22% dýrari en ódýrasta matarkarfan, hún var 17% dýrari hjá Samkaupum-Úrvali og 15% dýrari í Nóatúni. Mestur verðmunur var á appelsínum sem voru dýrastar á 498 kr./kg. hjá Víði en ódýrastar á 178 kr./kg. hjá Iceland sem er 180% verðmunur. 10 egg frá Brúnegg voru dýrust á 798 kr. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 598 kr. hjá Bónus en það gerir 200 kr. verðmun eða 33%. Einnig má nefna að Nescafé gull 200 gr. var dýrast á 1.398 kr. hjá Iceland en ódýrast á 959 kr. hjá Bónus en það gerir 439 kr. verðmun eða 46%.Um matarkörfuna Matarkarfan samanstendur af 48 almennum neysluvörum til heimilisins t.d. mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Iceland, Nóatúni, Víði, Samkaupum Úrval og Hagkaupum. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu 10. október sl. Matarkarfan kostaði 16.086 kr. hjá Bónus en hún var dýrust hjá Víði á 19.650 kr. sem er 3.564 kr. verðmunur eða 22%. Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði vöru, en sjá mátti allt að 180% verðmun. Eins og svo oft áður er nánast engin verðmunur á nýmjólk og stoðmjólk eða 1%. Eins og áður sagði var Bónus með ódýrustu körfuna á 16.086 kr. en þar á eftir kom Krónan með matarkörfu sem kostar 160 kr. meira en karfan hjá Bónus. Þar næst er Nettó með körfu á 17.439 kr. sem er 8% dýrari en karfan í Bónus og hjá Fjarðarkaupum kostaði karfan 17.532 kr. eða 9% meira en sú ódýrasta. Matarkarfan var dýrust hjá Víði á 19.650 kr. eða 22% dýrari en ódýrasta matarkarfan, hún var 17% dýrari hjá Samkaupum-Úrvali og 15% dýrari í Nóatúni. Mestur verðmunur var á appelsínum sem voru dýrastar á 498 kr./kg. hjá Víði en ódýrastar á 178 kr./kg. hjá Iceland sem er 180% verðmunur. 10 egg frá Brúnegg voru dýrust á 798 kr. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 598 kr. hjá Bónus en það gerir 200 kr. verðmun eða 33%. Einnig má nefna að Nescafé gull 200 gr. var dýrast á 1.398 kr. hjá Iceland en ódýrast á 959 kr. hjá Bónus en það gerir 439 kr. verðmun eða 46%.Um matarkörfuna Matarkarfan samanstendur af 48 almennum neysluvörum til heimilisins t.d. mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Iceland, Nóatúni, Víði, Samkaupum Úrval og Hagkaupum. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun