Viðskipti innlent

Standard & Poor's hækkar lánshæfismat stærstu viðskiptabankanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s  hefur endurskoðað lánshæfismat stóru íslensku viðskiptabankanna, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans, úr stöðugum horfum í jákvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum.

Lánshæfiseinkunn allra bankanna er nú BB+/B. Standard & Poor‘s segir að fyrirtækið búist við hagvexti á Íslandi á næstu tveimur árum og að áfram muni draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.

Fyrirtækið telur því horfur íslenska fjármálamarkaðarins jákvæðar en telur þó að bankakerfið líði enn fyrir þá áhættu sem fylgja muni afnámi fjármagnshafta.

Í júlí síðastliðnum hækkaði matsfyrirtækið lánshæfismat ríkissjóðs sem er með lánshæfiseinkunnina BBB-, sem er skör hærra en bankarnir hafa nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×