Viðskipti innlent

Öll olíufélögin lækkuðu bensínverð

Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni í gær um eina til þrjár krónur á lítrann, en yfirleitt hafa þau verið meira samstíga þegar þau hækka eða lækka  bensínverðið. Verð á dísilolíu stendur í stað hjá þeim öllum.

Olíuverð heldur áfram að lækka á heimsmarkaði, meðal annars vegna efnahagslægðar á Vesturlöndum, heldur minnkandi hagvexti í Kína og að jafnvægi virðist vera að komast á framleiðsluna í Mið- austurlöndum.

Hinsvegar hefur dollar verið að styrkjast gagnvart krónunni, en olíuviðskitpin eru gerð í dollurum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×