Spyrja hvaða hvatir liggi að baki störfum Ríkisendurskoðunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2014 18:35 Framsóknarflokkurinn segir í tilkynningu að Ríkisendurskoðun hafi veitt Fréttablaðinu rangar upplýsingar vegna styrkja sem flokkurinn fékk og brutu í bága við lög. Vísir/Valli Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag. Þar kom fram að Ríkisendurskoðun íhugi að kæra flokkinn til lögreglu fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem flokkurinn tók við tveimur styrkjum yfir löglegri upphæð. Í tilkynningunni hafnar Framsóknarflokkurinn því að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði Ríkisendurskoðunar, eins og kom fram í fréttinni, heldur hafi flokkurinn sjálfur bent á það að greiðslurnar hafi verið yfir leyfilegri hámarksupphæð. Því er velt upp í tilkynningunni hvaða hvatir liggi að baki störfum Ríkisendurskoðunar þar sem hún hyggist kæra Framsóknarflokksins vegna mistaka sem hafi verið leiðrétt, auk þess sem stofnunin veitti Fréttablaðinu rangar upplýsingar um aðkomu flokksins að málinu. Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér: „Vegna forsíðufréttar Frettablaðsins í dag er rétt að taka fram að Framsóknarflokkurinn upplýsti Ríkisendurskoðun um að tvö fyrirtæki hefðu greitt til flokksins umfram það sem lög heimila. Það er ekki rétt sem fram kemur í frétt blaðsins, og haft er eftir talsmanni Ríkisendurskoðunar, að ábending um þetta hafi komið frá Ríkisendurskoðun. Hið rétta er að upplýsingarnar komu frá Framsóknarflokknum. Frumkvæðið var Framsóknarflokksins á öllum stigum málsins. Mistökin eru tilkomin vegna þess að ein flokksdeild, af um 80, hafði fyrir mistök ranglega flokkað einn styrk að upphæð 62.750 kr. og í öðru tilfelli hafði Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) fengið 40.000 kr. án þess að eftir því væri tekið innan ársins, en misræmi kom fram við gerð samstæðureiknings og leiðrétt í kjölfarið. Fjárhæðirnar sem um er að tefla eru smávægilegar og viðbrögð flokksins voru þau að leiðrétta mistökin umsvifalaust þegar þau urðu ljós. Því fer víðs fjarri að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mál þetta og fullyrðingar um refsivert athæfi eru úr lausu lofti gripnar. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju Fréttablaðið með stuðningi Ríkisendurskoðunar kýs að slá upp á forsíðu máli sem byggist á minni háttar mistökum sem hafa verið leiðrétt. Og það að frumkvæði flokksins sjálfs. Spyrja má hvaða hvatir liggi að baki í störfum Ríkisendurskoðunar þegar hún hugleiðir að kæra verði Framsóknarflokkinn til lögreglu vegna þessara mistaka sem hafa verið upplýst að öllu leyti ásamt því að veita Fréttablaðinu rangar upplýsingar að aðkomu Framsóknarflokksins að málinu.“ Tengdar fréttir Íhuga að kæra Framsókn Framsóknarflokkur tók við tveimur styrkjum yfir hámarksupphæð sem kveðið er á um í lögum. Ríkisendurskoðun íhugar að kæra styrkveitingarnar til lögreglu. Hafa ekki tekið afstöðu til málsins enn sem komið er. 15. október 2014 08:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag. Þar kom fram að Ríkisendurskoðun íhugi að kæra flokkinn til lögreglu fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem flokkurinn tók við tveimur styrkjum yfir löglegri upphæð. Í tilkynningunni hafnar Framsóknarflokkurinn því að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði Ríkisendurskoðunar, eins og kom fram í fréttinni, heldur hafi flokkurinn sjálfur bent á það að greiðslurnar hafi verið yfir leyfilegri hámarksupphæð. Því er velt upp í tilkynningunni hvaða hvatir liggi að baki störfum Ríkisendurskoðunar þar sem hún hyggist kæra Framsóknarflokksins vegna mistaka sem hafi verið leiðrétt, auk þess sem stofnunin veitti Fréttablaðinu rangar upplýsingar um aðkomu flokksins að málinu. Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér: „Vegna forsíðufréttar Frettablaðsins í dag er rétt að taka fram að Framsóknarflokkurinn upplýsti Ríkisendurskoðun um að tvö fyrirtæki hefðu greitt til flokksins umfram það sem lög heimila. Það er ekki rétt sem fram kemur í frétt blaðsins, og haft er eftir talsmanni Ríkisendurskoðunar, að ábending um þetta hafi komið frá Ríkisendurskoðun. Hið rétta er að upplýsingarnar komu frá Framsóknarflokknum. Frumkvæðið var Framsóknarflokksins á öllum stigum málsins. Mistökin eru tilkomin vegna þess að ein flokksdeild, af um 80, hafði fyrir mistök ranglega flokkað einn styrk að upphæð 62.750 kr. og í öðru tilfelli hafði Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) fengið 40.000 kr. án þess að eftir því væri tekið innan ársins, en misræmi kom fram við gerð samstæðureiknings og leiðrétt í kjölfarið. Fjárhæðirnar sem um er að tefla eru smávægilegar og viðbrögð flokksins voru þau að leiðrétta mistökin umsvifalaust þegar þau urðu ljós. Því fer víðs fjarri að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mál þetta og fullyrðingar um refsivert athæfi eru úr lausu lofti gripnar. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju Fréttablaðið með stuðningi Ríkisendurskoðunar kýs að slá upp á forsíðu máli sem byggist á minni háttar mistökum sem hafa verið leiðrétt. Og það að frumkvæði flokksins sjálfs. Spyrja má hvaða hvatir liggi að baki í störfum Ríkisendurskoðunar þegar hún hugleiðir að kæra verði Framsóknarflokkinn til lögreglu vegna þessara mistaka sem hafa verið upplýst að öllu leyti ásamt því að veita Fréttablaðinu rangar upplýsingar að aðkomu Framsóknarflokksins að málinu.“
Tengdar fréttir Íhuga að kæra Framsókn Framsóknarflokkur tók við tveimur styrkjum yfir hámarksupphæð sem kveðið er á um í lögum. Ríkisendurskoðun íhugar að kæra styrkveitingarnar til lögreglu. Hafa ekki tekið afstöðu til málsins enn sem komið er. 15. október 2014 08:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Íhuga að kæra Framsókn Framsóknarflokkur tók við tveimur styrkjum yfir hámarksupphæð sem kveðið er á um í lögum. Ríkisendurskoðun íhugar að kæra styrkveitingarnar til lögreglu. Hafa ekki tekið afstöðu til málsins enn sem komið er. 15. október 2014 08:45