Segir málatilbúnaðinn byggja á „eftiráspeki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2014 16:34 Vísir / Valli Munnlegum málflutningi í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar fyrrverandi miðlara í Landsbankanum, tók síðastur til máls. Reimar lýsti yfir sakleysi skjólstæðings síns og fór fram á að hann yrði sýknaður af öllum kröfum en til vara fór hann fram á lægstu mögulegu refsingu. Hann sagði Sindra hvorki hafa átt frumkvæði að, né tekið sjálfstæðar ákvarðanir í starfi sínu hjá Landsbankanum. Því sé ákæran með öllu óréttlætanleg. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar og vísaði í sálfræðirannsóknir á „eftiráspeki“. „Hvers vegna skildi það þá nú vera að málatilbúnaðurinn byggi beinlínis á því sem kallast eftiráspeki? [...] Hér er það ákæruvaldið sem er viturt eftir á.“ Áfram hélt hann hugleiðingum sínum um speki og fór því næst í „ef og hefði spekina“, sló svo á létta strengi sem virtist vekja mikla kátínu meðal ákveðinna aðila í réttarsal. Hann færði sig þó fljótt aftur yfir á alvarlegri nótur: „Í sakamáli er eftiráspeki óréttlætanleg gagnvart þeim sem eiga frelsi sitt í húfi.“ Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins ósanngjarnan og vísaði í ræðu sækjanda frá því í gær þar sem sagt var að Sindri hefði haft persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í Landsbankanum héldust sem hæst. Sagði hann sækjanda ekki hafa nokkur rök fyrir því og gagnrýndi harðlega skort á sönnunum. Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Munnlegum málflutningi í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar fyrrverandi miðlara í Landsbankanum, tók síðastur til máls. Reimar lýsti yfir sakleysi skjólstæðings síns og fór fram á að hann yrði sýknaður af öllum kröfum en til vara fór hann fram á lægstu mögulegu refsingu. Hann sagði Sindra hvorki hafa átt frumkvæði að, né tekið sjálfstæðar ákvarðanir í starfi sínu hjá Landsbankanum. Því sé ákæran með öllu óréttlætanleg. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar og vísaði í sálfræðirannsóknir á „eftiráspeki“. „Hvers vegna skildi það þá nú vera að málatilbúnaðurinn byggi beinlínis á því sem kallast eftiráspeki? [...] Hér er það ákæruvaldið sem er viturt eftir á.“ Áfram hélt hann hugleiðingum sínum um speki og fór því næst í „ef og hefði spekina“, sló svo á létta strengi sem virtist vekja mikla kátínu meðal ákveðinna aðila í réttarsal. Hann færði sig þó fljótt aftur yfir á alvarlegri nótur: „Í sakamáli er eftiráspeki óréttlætanleg gagnvart þeim sem eiga frelsi sitt í húfi.“ Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins ósanngjarnan og vísaði í ræðu sækjanda frá því í gær þar sem sagt var að Sindri hefði haft persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í Landsbankanum héldust sem hæst. Sagði hann sækjanda ekki hafa nokkur rök fyrir því og gagnrýndi harðlega skort á sönnunum.
Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30
Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49
Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00