Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2014 12:49 Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán „Ég hafði bara mikla trú á bankanum. Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir. Það seinasta sem mér datt í hug var að hann gæti farið í þrot,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og einn aðaleigandi bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Björgólfur bar vitni við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar en málið er eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins.Innri endurskoðandi augu og eyru fyrirtæksins Björgólfur sat í bankaráði frá árinu 2003-2008 og í vitnaleiðslum fór hann yfir hlutverk bankaráðs. Sagði hann það fyrst og fremst hafa verið til þess að ráða bankastjóra til að reka bankann ásamt því að ráða inn innri endurskoðanda. Fundir hafi verið haldnir að minnsta kosti einu sinni í mánuði þar sem gefin hafi verið munnleg eða skrifleg skýrsla um starfsemi fyrirtækisins. „Við fengum einn starfsmann í innri endurskoðun sem hafði aðgang að öllu og hann var okkar augu og eyru í fyrirtækinu,“ sagði Björgólfur. Vísað var í tölvupóst sem sendur var í ágúst 2008 sem sneri að hugsanlegum samruna Landsbankans og Straums en þar kom fram að ef hlutabréf í bankanum myndu lækka frekar gæti það haft áhrif á lausafjárstöðu Samson. Björgólfur sagði að um hafi verið að ræða áhættustýringu um hvað gæti gerst við ólíkar aðstæður. „Ég held að lausafjárstaða Samson hafi verið mjög góð á þessum tíma,“ sagði Björgólfur. Aðalmeðferð stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Ég hafði bara mikla trú á bankanum. Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir. Það seinasta sem mér datt í hug var að hann gæti farið í þrot,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og einn aðaleigandi bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Björgólfur bar vitni við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar en málið er eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins.Innri endurskoðandi augu og eyru fyrirtæksins Björgólfur sat í bankaráði frá árinu 2003-2008 og í vitnaleiðslum fór hann yfir hlutverk bankaráðs. Sagði hann það fyrst og fremst hafa verið til þess að ráða bankastjóra til að reka bankann ásamt því að ráða inn innri endurskoðanda. Fundir hafi verið haldnir að minnsta kosti einu sinni í mánuði þar sem gefin hafi verið munnleg eða skrifleg skýrsla um starfsemi fyrirtækisins. „Við fengum einn starfsmann í innri endurskoðun sem hafði aðgang að öllu og hann var okkar augu og eyru í fyrirtækinu,“ sagði Björgólfur. Vísað var í tölvupóst sem sendur var í ágúst 2008 sem sneri að hugsanlegum samruna Landsbankans og Straums en þar kom fram að ef hlutabréf í bankanum myndu lækka frekar gæti það haft áhrif á lausafjárstöðu Samson. Björgólfur sagði að um hafi verið að ræða áhættustýringu um hvað gæti gerst við ólíkar aðstæður. „Ég held að lausafjárstaða Samson hafi verið mjög góð á þessum tíma,“ sagði Björgólfur. Aðalmeðferð stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00