Mikko Ilonen sigraði á Volvo meistaramótinu í holukeppni 19. október 2014 17:04 Ilonen hefur átt frábært tímabil. Getty Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira