Viðskipti innlent

Íslendingar ferðast helst til Köben, London og Alicante

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Köben, London, Alicante.
Köben, London, Alicante.
Íslendingar ferðast helst til Kaupmannahafnar, London, Alicante og til Barcelona. Þetta kemur fram í tölum frá vefsíðunni DoHop. Á vefnum er hægt að bóka flugferðir með hinum ýmsu flugfélögum, hvort sem um beint flug eða tengiflug er að ræða.

Hér má sjá hvert Íseldningar flugu helst.
Fyrirtækið geymir upplýsingar um brottfarastað og áfangastað auk annarra upplýsinga, á borð við hótelbókanir og leigu á bílaleigubílum. Þannig getur fyrirtækið gefið nokkuð skýra mynd yfir ferðahegðun Íslendinga, sem nota vefinn. Í tölum frá fyrirtækinu kemur fram að 150 þúsund manns hafi notað íslensku útgáfuna af DoHop vefnum.

Þeir sem bóka flug til Kaupmannahafnar bókar sjaldnar hótel með fluginu en þeir sem fljúga til London, en flestir sem bóka hótel í gegnum vefsíðuna gista í London. Mikill fjöldi gistir einnig í Berlín, en hún er í þriðja sæti yfir þær borgir sem Íslendingar bóka helst hótel í, í gegnum vefsíðuna, á eftir Kaupmannahöfn.

Flestir sem bóka bílaleigubíla í gegnum vef DoHop ferðast til Bandaríkjanna og Danmerkur, auk þess sem spænska borgin Alicante er vinsæl þegar það kemur að leigu á bílum. Í upplýsingum frá fyrirtækinu kemur fram að tíu þúsundasti bíllinn var leigður í sumar í gegnum vef fyrirtækisins. 

DoHop er tíu ára fyrirtæki, sem heldur úti 25 vefsíðum á hinum ýmsu tungumálum, þar sem hægt er að bóka flug, hótel og bílaleigubíla.

Hér má sjá hvar flest hótelin voru bókuð.
Hér má sjá hvert þeir sem bókuðu bílaleigubíla flugu. Kaupmannahöfn og Billund eru vinsælar þegar það kemur að bílaleigubílum. Orlando og Boston líka.
Hér má sjá hvernig gistingu Íslendingar völdu sér í gegnum DoHop.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×