Dæmigerður Bugatti eigandi á 84 bíla, 3 snekkjur og einkaþotu Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:50 Bugatti Veyron. Bugatti bílar eru með allra dýrustu bílum heims og kosta þeir miklu meira en Bentley og Rolls Royce bílar. Því eru eigendur Bugatti bíla yfirleitt afar efnað fólk. Til að setja slíkt í eitthvað samhengi þá eiga Bugatti eigendur að meðaltali 84 bíla, 3 einkaþotur og eina snekkju. Til samanburðar eiga eigendur Bentley bíla að meðaltali 8 bíla. Forstjóri Volkswagen, sem á bæði Bentley og Bugatti merkin, sagði aðspurður um muninn á eigendum Bentley og Bugatti bíla að þeir sem ættu Bentley bíla tilheyrðu 1% hópi þeirra efnamestu en eigendur Bugatti tilheyrðu efsta 1% hópi af þessum 1% ríkustu. Það hefur tekið Bugatti 8 ár að selja 450 Veyron bíla sína, en það tæki Bentley um tvær vikur að selja jafn marga bíla, en þeir eru líka 10 sinnum ódýrari. Það eru einungis eftir 20 bílar af þeim Bugatti Veyron sem fyrirtækið mun smíða í heild. Bugatti er nú að þróa arftaka Veyron bílsins og verður hann kynntur í lok næsta árs eða byrjun ársins 2016. Sá bíll á að verða fjórðungi aflmeiri en núverandi Veyron, sem er þó 1.184 hestöfl með sinni risastóru 8,0 lítra og 16 strokka vél sem er að auki með fjórum forþjöppum. Það myndi þýða rétt tæplega 1.500 hestöfl. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
Bugatti bílar eru með allra dýrustu bílum heims og kosta þeir miklu meira en Bentley og Rolls Royce bílar. Því eru eigendur Bugatti bíla yfirleitt afar efnað fólk. Til að setja slíkt í eitthvað samhengi þá eiga Bugatti eigendur að meðaltali 84 bíla, 3 einkaþotur og eina snekkju. Til samanburðar eiga eigendur Bentley bíla að meðaltali 8 bíla. Forstjóri Volkswagen, sem á bæði Bentley og Bugatti merkin, sagði aðspurður um muninn á eigendum Bentley og Bugatti bíla að þeir sem ættu Bentley bíla tilheyrðu 1% hópi þeirra efnamestu en eigendur Bugatti tilheyrðu efsta 1% hópi af þessum 1% ríkustu. Það hefur tekið Bugatti 8 ár að selja 450 Veyron bíla sína, en það tæki Bentley um tvær vikur að selja jafn marga bíla, en þeir eru líka 10 sinnum ódýrari. Það eru einungis eftir 20 bílar af þeim Bugatti Veyron sem fyrirtækið mun smíða í heild. Bugatti er nú að þróa arftaka Veyron bílsins og verður hann kynntur í lok næsta árs eða byrjun ársins 2016. Sá bíll á að verða fjórðungi aflmeiri en núverandi Veyron, sem er þó 1.184 hestöfl með sinni risastóru 8,0 lítra og 16 strokka vél sem er að auki með fjórum forþjöppum. Það myndi þýða rétt tæplega 1.500 hestöfl.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent