Viðskipti innlent

Þrjátíu þúsund króna tollagjöld á tvö pör af skóm

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Nike Kobe 9 skórnir eru vinsælir körfuboltaskór um allan heim.
Nike Kobe 9 skórnir eru vinsælir körfuboltaskór um allan heim. Mynd/Nike
Tollagjöld á tveimur pörum af íþróttaskóm eru um þrjátíu þúsund krónur. Maður pantaði tvenn pör af nýjum körfuboltaskóm, af gerðinni Nike Kobe 9, í gegnum pöntunarvefinn Eastbay. Á vefnum kosta pörin tvö um 310 dali, eða 37.446 krónur. Maðurinn pantaði einnig buxur og þrenn pör af sokkum og varð því heildarupphæð pöntunarinnar um 46 þúsund krónur. Tollagjöldin af þessum vörum voru 32.666 krónur.

Hingað heim kostuðu skópörin tvo, sokkapörin þrjú og buxurnar 78.466 krónur.

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, spilar í Nike Kobe skóm.
Íslandspóstur sundurliðar kostnaðinn svo:

Aðflutningsgjöld (tollur og virðisaukaskattur) – 26.386 krónur

Viðbótarlína í tollskýrslu 462 krónur

Tollskýrslugerð 3.108 krónur

Tollumferðargjöld 450 krónur

Umsýslugjald vegna tollkrítar 757 krónur

Í enn frekari sundurliðun á kostnaðinum kemur fram að kemur fram að tollagjöld á skópörin eingöngu sé 7.282 krónur. Tollagjöldin af skónum, buxunum og sokkunum eru því rúmlega 41% af heildaverðinu sem maðurinn borgaði fyrir vörurnar, þessar rúmu 78 þúsund krónur.

Parið af Nike Kobe 9 kostar 18.845 krónur beint frá pöntunarvef Eastbay. Parið kostar aftur á móti 29.990 krónur í versluninni Útilíf, en eru hvorki til í vefverslun Sports Direct né Intersport. Svo virðist sem neytendur gætu sparað með því að panta á netinu, en sé mið tekið af tollagjöldum kemur í ljós að dýrara er að panta þessa tegund af skóm en að kaupa þá í verslun á Íslandi, miðað við þetta dæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×