Viðskipti innlent

Hildur nýr forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Árnadóttir.
Hildur Árnadóttir.
Hildur Árnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Fjárstýringar Íslandsbanka en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir að Hildur hafi mikla reynslu af fjármálum og rekstri fyrirtækja. Hún sé viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Hildur var áður endurskoðandi hjá KPMG og var meðeigandi þar. Þá var hún fjármálastjóri samstæðu Bakkavarar um tíma. Hún hefur setið í fjölda stjórna íslenskra félaga, m.a. hjá Skiptum, VÍS og Lýsingu.

Í Fjárstýringu bankans mun Hildur m.a. bera ábyrgð á fjölmörgum verkefnum og ber þar helst að nefna lausafjárstýringu, innlendri og erlendri fjármögnun, fjárfestatengslum og stýringu efnahagsreiknings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×