Innlent

Hjólaskýli við Strætó í Mjódd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjólaskýlið.
Hjólaskýlið. Mynd/Strætó
Búið er að setja upp hjólaskýli hjá skiptistöð Strætó í Mjódd. Skýlið var sett upp vegna ábendinga frá farþegum Strætó, en færst hefur í aukana að farþegar Strætó komi hjólandi á strætóstoppustöðvar allan ársins hring.  

Skýlið ver hjólin frá veðri og vindum og hægt er að læsa hjólin við hjólagrind inni í skýlinu að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Aukin áhersla á umhverfismál og áhugi á heilbrigðari lífsháttum hefur gert það að verkum að æ fleiri kjósa að nýta sér vistvænar samgöngur, Strætó vonast til þess að skýlið hvetji enn fleiri til þess að nýta sér Strætó sem samgöngukost.

Úr Mjóddinni.Mynd/Strætó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×