Innlent

Sitja fastir með allar bílrúður brotnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Skeiðarársandi.
Frá Skeiðarársandi. Vísir/GVA
Björgunarsveitin Kári í Öræfum er nú á leið á Skeiðarársand eftir að beiðni barst frá erlendum ferðamönnum sem eru þar á ferð. Mjög slæmt veður er nú á Skeiðarársandi og samkvæmt tilkynningu Landsbjargar eru allar rúður í bíl ferðamannanna brotnar.

Þá var Björgunarfélagið á Höfn einnig kallað út fyrir stuttu vegna erlendra ferðalanga sem sátu fastir í bíl í á við Hoffell. Björgunarsveitarliðar fundu bifreiðina mannlausa úti í ánni en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað skjóls á bæ í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×