Viðskipti innlent

Ljósbrá nýr sviðsstjóri endurskoðunarsviðs PwC

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ljósbrá Baldursdóttir.
Ljósbrá Baldursdóttir.
Ljósbrá Baldursdóttir hefur verið ráðinn sem sviðsstjóri endurskoðunarsviðs PwC. Kristinn F. Kristinsson sem lætur af starfi sviðsstjóra hefur gegnt því starfi frá 2010 en hann mun einbeita sér að endurskoðun fyrir hönd PwC.

Ljósbrá Baldursdóttir hóf störf hjá PwC í nóvember 2002 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 2006. Til viðbótar störfum sínum sem endurskoðandi hefur hún stýrt fræðslu- og símenntunarstarfi á endurskoðunarsviðinu undanfarin ár auk þess að taka virkan

þátt í ráðningum á starfsfólki sem hyggur á löggildingarpróf.

PwC á Íslandi er hluti af alþjólegu netverki PwC og sinnir þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, viðskiptaþjónustu, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Alþjóðlega starfa rúmlega 195.000 manns hjá félögum PwC í 154 löndum en á Íslandi eru um 100 starfsmenn á fimm starfsstöðvum en þær eru í Reykjavík, á Selfossi, Húsavík, Akureyri og á Hvolsvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×