Viðskipti innlent

Bayern semur við Seðlabankann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Seðlabanki Íslands og þýska tryggingafélagið Bayern Versicherung hafa nú skrifað undir samkomulag varðandi alla lífeyristryggingasamninga sem félagið gerði við viðskiptavini sína fyrir 19. júní. Með samkomulaginu er allri óvissu varðandi samningana eytt og viðskiptavinir geta haldið áfram að greiða iðgjöld sín í evrum.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að allir þeir sem eru með samninga hjá Bayern og hafa ekki verið að greiða inn á þá undanfarið séu hvattir til að virkja samningana aftur hið fyrsta.

„Við viljum jafnframt árétta að viðskiptavinir Bayern-Versicherung njóta sömu réttinda og allir aðrir íslenskir lífeyrisþegar hvað varðar skattfrjálsa ráðstöfun inn á íbúðarlán og sérstakan húsnæðisparnað,“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt segir að félagið sé með toppeinkunn í lánshæfismati matsfyrirtækisins Standard & Poor ́s eða A+ með stöðugum horfum. Samsteypan sé arðbær til framtíðar og hún muni halda leiðandi samkeppnisstöðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×