Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2014 21:45 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála. Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála.
Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent