Vegið að rétti kvenna með umræðu um fóstureyðingar Stefán Árni Pálsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. september 2014 10:03 Það er þekkt aðferð evangelískra hreyfinga um allan heim að nota Biblíuna sem valdatæki. Þetta segir dósent í guðfræðilegri siðfræði um bænaefni Kristshátíðar þar sem beðið var fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga. Prestur segir að vegið sé að rétti kvenna. Trúfélög úr ýmsum áttum sameinuðust í bæn fyrir landi og þjóð á Kristsdeginum sem haldinn var um helgina. Fjölbreytt bænaefni samkomunnar hafa vakið athygli en þar var beðið sérstaklega fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestar tóku þátt í samsetningu bænarefnis fyrir samkomuna í gegnum Friðrikskapelluhópinn, sem stóð fyrir samkomunni, og biskup flutti ávarp á hátíðinni ásamt forseta. Skiptar skoðanir eru um þetta meðal presta sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja að það að biðja fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga hefði átt að snúast um að afmá skömmina og þann feluleik sem umvefur málaflokkinn.Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.visir/vilhelmTrúarleg umfjöllun um fóstureyðingar ekki á dagskrá „Svo er raunin kannski allt önnur. Ég held að trúarleg umfjöllun um fóstureyðingar sé ekki á dagskrá í dag. Þetta er ekki vænlegt. Vegna þess að þetta er mál sem snýr að velferð, heilbrigðiskerfinu og ég held að það sé mikil samstaða um það að aðgangur að getnaðarvörnum og fóstureyðingum sé mjög mikilvægur,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Í bænaefninu sjálfu er vísað í ritningar Biblíunnar við hvern málaflokk. Sóley Anna Bóasdóttir, dósent í guðfræðilegri siðfræði, segir þetta vekja athygli. Það sé þekkt aðferð að sækja vald í ritninguna. Aðferð sem þó er á undanhaldi víðast hvar en algeng hjá evangelískum hreyfingum um allan heim. „Þessi textar sem eru sóttir í Markúsarguðspjalla sem eru hnýttir við þegar beðið er fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga, það er mér algjörlega óskiljanlegt.“ „Þetta eru konur á öllum aldri og í allskonar aðstæðum sem standa frammi fyrir því að velja hvort þær vilji halda áfram þungun og það sé alls ekkert gott að nálgast málið svona. Og vega að rétti kvenna yfir eigin líka og frelsi,“ segir Kristín Þórunn. „Hafi það verið hinn góði vilji að gera eitthvað betra og bæta eitthvað í samfélaginu þá finnst mér að leiðin til þess sé að biðja fyrir að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt og samfélagið styðji konur til þess að vita það að þær hafi rétt til að taka ákvarðanir um sitt líf.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.visir/anton brinkVissi bara að það ætti að biðja fyrir landi og þjóð Það var beðið fyrir ýmsum málefnum í Hörpu á laugardaginn og bænaskráin hafi tekið mið af þeim breiða hópi fólks sem þar var. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, var ein af þeim sóttu Kristsdag. „Ég var ekki búin að kynna mér bænaefnin, ég vissi það eitt að það ætti að biðja fyrir landi og þjóð,“ segir Agnes. „Ég heyrði þá bæn þegar beðið var fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga en ég held að hún hafi ekki verið beðin fyrir á hátíðinni, heldur verið sögð á vef á vegum hátíðarinnar. Ég held að það sé enginn sérstök þörf á því núna að fjalla um þetta málefni. Fyrir mörgum áratugum var fjallað um þetta málefni og það leiddi til þess að það var sett á löggjöf hér á landi um fóstureyðingar og ég er þakklát fyrir það að búa í landi þar sem fóstureyðingar eru löglegar.“ Tengdar fréttir Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45 Að beita fyrir sig bæn Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er "að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. 30. september 2014 08:54 Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21 Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Það er þekkt aðferð evangelískra hreyfinga um allan heim að nota Biblíuna sem valdatæki. Þetta segir dósent í guðfræðilegri siðfræði um bænaefni Kristshátíðar þar sem beðið var fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga. Prestur segir að vegið sé að rétti kvenna. Trúfélög úr ýmsum áttum sameinuðust í bæn fyrir landi og þjóð á Kristsdeginum sem haldinn var um helgina. Fjölbreytt bænaefni samkomunnar hafa vakið athygli en þar var beðið sérstaklega fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestar tóku þátt í samsetningu bænarefnis fyrir samkomuna í gegnum Friðrikskapelluhópinn, sem stóð fyrir samkomunni, og biskup flutti ávarp á hátíðinni ásamt forseta. Skiptar skoðanir eru um þetta meðal presta sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja að það að biðja fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga hefði átt að snúast um að afmá skömmina og þann feluleik sem umvefur málaflokkinn.Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.visir/vilhelmTrúarleg umfjöllun um fóstureyðingar ekki á dagskrá „Svo er raunin kannski allt önnur. Ég held að trúarleg umfjöllun um fóstureyðingar sé ekki á dagskrá í dag. Þetta er ekki vænlegt. Vegna þess að þetta er mál sem snýr að velferð, heilbrigðiskerfinu og ég held að það sé mikil samstaða um það að aðgangur að getnaðarvörnum og fóstureyðingum sé mjög mikilvægur,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Í bænaefninu sjálfu er vísað í ritningar Biblíunnar við hvern málaflokk. Sóley Anna Bóasdóttir, dósent í guðfræðilegri siðfræði, segir þetta vekja athygli. Það sé þekkt aðferð að sækja vald í ritninguna. Aðferð sem þó er á undanhaldi víðast hvar en algeng hjá evangelískum hreyfingum um allan heim. „Þessi textar sem eru sóttir í Markúsarguðspjalla sem eru hnýttir við þegar beðið er fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga, það er mér algjörlega óskiljanlegt.“ „Þetta eru konur á öllum aldri og í allskonar aðstæðum sem standa frammi fyrir því að velja hvort þær vilji halda áfram þungun og það sé alls ekkert gott að nálgast málið svona. Og vega að rétti kvenna yfir eigin líka og frelsi,“ segir Kristín Þórunn. „Hafi það verið hinn góði vilji að gera eitthvað betra og bæta eitthvað í samfélaginu þá finnst mér að leiðin til þess sé að biðja fyrir að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt og samfélagið styðji konur til þess að vita það að þær hafi rétt til að taka ákvarðanir um sitt líf.“Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.visir/anton brinkVissi bara að það ætti að biðja fyrir landi og þjóð Það var beðið fyrir ýmsum málefnum í Hörpu á laugardaginn og bænaskráin hafi tekið mið af þeim breiða hópi fólks sem þar var. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, var ein af þeim sóttu Kristsdag. „Ég var ekki búin að kynna mér bænaefnin, ég vissi það eitt að það ætti að biðja fyrir landi og þjóð,“ segir Agnes. „Ég heyrði þá bæn þegar beðið var fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðinga en ég held að hún hafi ekki verið beðin fyrir á hátíðinni, heldur verið sögð á vef á vegum hátíðarinnar. Ég held að það sé enginn sérstök þörf á því núna að fjalla um þetta málefni. Fyrir mörgum áratugum var fjallað um þetta málefni og það leiddi til þess að það var sett á löggjöf hér á landi um fóstureyðingar og ég er þakklát fyrir það að búa í landi þar sem fóstureyðingar eru löglegar.“
Tengdar fréttir Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45 Að beita fyrir sig bæn Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er "að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. 30. september 2014 08:54 Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21 Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45
Að beita fyrir sig bæn Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er "að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. 30. september 2014 08:54
Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21
Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15