Fólk í London tilbúið að gefa barnið sitt fyrir frítt Wi-Fi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. september 2014 12:14 Ókeypis Wi-Fi getur verið gulls ígildi í stórborgum. Vísir/getty Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira