Toyota kynnir smáan jeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:43 Toyota C-HR, sportlegur og flottur. Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent
Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent