Toyota kynnir smáan jeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:43 Toyota C-HR, sportlegur og flottur. Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent