„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 13:02 Sigurjón Árnason (til hægri) ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni. Vísir/GVA „Við unnum eftir ákveðnu skipulagi sem sneri að kaupréttakerfi bankans og höfðum gert það frá árinu 2000. Við veittum lán eftir lán eftir lán og því er það algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu,“ sagði Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri og formaður lánanefndar Landsbanka Íslands, í skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann og samstarfskona hans, Elín Sigfúsdóttir, eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögum í eigum bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Embætti sérstaks saksóknara höfðar málið. Sigurjón var mjög harðorður í garð sérstaks saksóknara og sagði rannsókn málsins verulega ábótavant. Sönnunargögn skorti og sagði embætti sérstaks saksóknara hafa litið til hliðar hvað varðar nauðsynleg málsgögn. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í eigu Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt féi bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Þau eru talin hafa afgreitt lánamálin á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga. „Það var óheyrilegur fjöldi millilánanefnda. Hundruðir lánamála, stór og smá, sem afgreidd voru sem millifundasamþykktir. Það var líklega 50% allra mála árið 2006 og svipað árið 2007. Það er bara mjög mjög algengt,“ sagði Sigurjón. Elín bætti því við að þrátt fyrir að utanaðkomandi tryggingar hafi ekki verið gerðar þá hafi undirliggjandi tryggingar legið fyrir. „Það þýðir að það sé ekki bætt við tryggingum, en það voru undirliggjandi tryggingar. Á þessi er gerður greinarmunur. Við tölum annars vegar um undirliggjandi tryggingar og hins vegar um formlegar tryggingar,“ sagði Elín í skýrslutökum. Ábyrgðirnar voru veittar tveimur félögum sem skráð voru á Panama, Empennage Inc og Zimham Corp. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna, að því er fram kemur í ákæru. „Þessi félög eiga meiri eignir. Þau eiga samninga við Landsbankann. Landsbankinn er að kaupa af þeim þau réttindi að fá að kaupa af þeim bréf á ákveðnu tímabili á ákveðnu gengi. En félögin geta aldrei hagnast. Þannig virkar þetta kerfi,“ sagði Sigurjón. Kerfið sem um ræðir er kaupréttarkerfi sem hannað var árið 2000 af Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. Einungis hafi þeir verið gerðir með hagsmuni bankans að leiðarljósi. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Brot Sigurjóns og Elínar stórfelld Veruleg fjártjónshætta fólst í veitingu ábyrgða sem Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi stjórnendur Landsbanka Íslands samþykktu og undirrituðu fyrir hönd bankans að mati Sérstaks saksóknara. 31. janúar 2014 12:23 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Við unnum eftir ákveðnu skipulagi sem sneri að kaupréttakerfi bankans og höfðum gert það frá árinu 2000. Við veittum lán eftir lán eftir lán og því er það algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu,“ sagði Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri og formaður lánanefndar Landsbanka Íslands, í skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann og samstarfskona hans, Elín Sigfúsdóttir, eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögum í eigum bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Embætti sérstaks saksóknara höfðar málið. Sigurjón var mjög harðorður í garð sérstaks saksóknara og sagði rannsókn málsins verulega ábótavant. Sönnunargögn skorti og sagði embætti sérstaks saksóknara hafa litið til hliðar hvað varðar nauðsynleg málsgögn. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í eigu Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt féi bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Þau eru talin hafa afgreitt lánamálin á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga. „Það var óheyrilegur fjöldi millilánanefnda. Hundruðir lánamála, stór og smá, sem afgreidd voru sem millifundasamþykktir. Það var líklega 50% allra mála árið 2006 og svipað árið 2007. Það er bara mjög mjög algengt,“ sagði Sigurjón. Elín bætti því við að þrátt fyrir að utanaðkomandi tryggingar hafi ekki verið gerðar þá hafi undirliggjandi tryggingar legið fyrir. „Það þýðir að það sé ekki bætt við tryggingum, en það voru undirliggjandi tryggingar. Á þessi er gerður greinarmunur. Við tölum annars vegar um undirliggjandi tryggingar og hins vegar um formlegar tryggingar,“ sagði Elín í skýrslutökum. Ábyrgðirnar voru veittar tveimur félögum sem skráð voru á Panama, Empennage Inc og Zimham Corp. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna, að því er fram kemur í ákæru. „Þessi félög eiga meiri eignir. Þau eiga samninga við Landsbankann. Landsbankinn er að kaupa af þeim þau réttindi að fá að kaupa af þeim bréf á ákveðnu tímabili á ákveðnu gengi. En félögin geta aldrei hagnast. Þannig virkar þetta kerfi,“ sagði Sigurjón. Kerfið sem um ræðir er kaupréttarkerfi sem hannað var árið 2000 af Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. Einungis hafi þeir verið gerðir með hagsmuni bankans að leiðarljósi.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Brot Sigurjóns og Elínar stórfelld Veruleg fjártjónshætta fólst í veitingu ábyrgða sem Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi stjórnendur Landsbanka Íslands samþykktu og undirrituðu fyrir hönd bankans að mati Sérstaks saksóknara. 31. janúar 2014 12:23 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
Brot Sigurjóns og Elínar stórfelld Veruleg fjártjónshætta fólst í veitingu ábyrgða sem Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi stjórnendur Landsbanka Íslands samþykktu og undirrituðu fyrir hönd bankans að mati Sérstaks saksóknara. 31. janúar 2014 12:23
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15