Brot Sigurjóns og Elínar stórfelld Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. janúar 2014 12:23 VÍSIR/DANÍEL Veruleg fjártjónshætta fólst í veitingu ábyrgða sem Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi stjórnendur Landsbanka Íslands samþykktu og undirrituðu fyrir hönd bankans að mati Sérstaks saksóknara samkvæmt ákæru sem Vísir hefur undir höndum. Óhjákvæmilegt sé að líta svo á að brot þeirra hafi verið stórfelld. Þau Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Þau Elín og Sigurjón bundu Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd bankans og án þess að fyllt væru út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Á þessum tíma var Sigurjón bankastjóri Landsbankans og Elín var framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs bankans. Bæði voru þau meðlimir í lánanefnd bankans. Í ákærunni segir að reglurnar sem þau eru sökuð um að hafa brotið hafi verið sett í þeim tilgangi að takmarka fjártjónshættu bankans vegna útlána og í reglunum felist viðmið um hvað teljst ásættanleg áhæta við útlán. Brotið af hálfu þeirra Sigurjóns og og Elínar sé til marks um að fjártjónshættu af ábyrgðarveitingum hafi verið mun meiri en almennt þyki ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækja. Þeim hafi hlotið að vera ljóst að meðhöndla skyldi ábyrgðist eins og um útlána ákvörðun væri að ræða. Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Veruleg fjártjónshætta fólst í veitingu ábyrgða sem Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi stjórnendur Landsbanka Íslands samþykktu og undirrituðu fyrir hönd bankans að mati Sérstaks saksóknara samkvæmt ákæru sem Vísir hefur undir höndum. Óhjákvæmilegt sé að líta svo á að brot þeirra hafi verið stórfelld. Þau Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Þau Elín og Sigurjón bundu Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd bankans og án þess að fyllt væru út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Á þessum tíma var Sigurjón bankastjóri Landsbankans og Elín var framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs bankans. Bæði voru þau meðlimir í lánanefnd bankans. Í ákærunni segir að reglurnar sem þau eru sökuð um að hafa brotið hafi verið sett í þeim tilgangi að takmarka fjártjónshættu bankans vegna útlána og í reglunum felist viðmið um hvað teljst ásættanleg áhæta við útlán. Brotið af hálfu þeirra Sigurjóns og og Elínar sé til marks um að fjártjónshættu af ábyrgðarveitingum hafi verið mun meiri en almennt þyki ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækja. Þeim hafi hlotið að vera ljóst að meðhöndla skyldi ábyrgðist eins og um útlána ákvörðun væri að ræða.
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira