Vill að sérstakur saksóknari beri vitni um hleranir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:18 Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar ákæran á hendur honum var þingfest. Vísir/Pjetur Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. Hreiðar Már er einn þriggja ákærða í málinu, en auk hans eru þeir Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir. Þeim er gefið að sök að hafa stundað umboðssvik árið 2008, við lánveitingar félaga á Bresku jómfrúareyjum, en lánin hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, sem eru um 78 milljarða króna.Vitni í frávísunarkröfuKlukkan tíu í morgun átti málflutningur að fara fram í frávísunarkröfu Hreiðars Más. Lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, fór fram á að vitni yrði kölluð til frávísunarkröfunnar. Meðal þeirra sem hann vill kalla til sem vitni eru áðurnefndur sérstakur saksóknari auk tveggja annarra manna; Bjarna Ólafs Ólafssonar, starfsmanns hjá embættinu, og Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrum starfsmanns embættisins. Jón Óttar hefur tjáð sig opinberlega að lög hafi verið brotin við hleranir. Hörður Felix sagði fyrir dómi að hann vildi leiða fram sannleikann í málinu, um hvort að hlustað hefði verið á trúnaðarsamtöl og sagðist hafa lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Hann sagði að eingöngu yrði rætt um hleranirnar, ekki efnistök ákærunnar. Hörður Felix sagði að ekki væri tiltekið sérstaklega í lögum hvort að mætti kalla fram vitni í frávísunarkröfu og að slíkt ætti ekki að vera bannað.Saksóknari talaði um hlustanirTungutak saksóknara, Björns Þorvaldssonar, og lögmanns Hreiðars Más var ólíkt. Lögmaðurinn talaði um hleranir en saksóknari um hlustanir. Björn saksóknari taldi það ekki standast lög að vitni yrði leidd fram í frávísunarkröfunni og vísaði til Hæstaréttardóms máli sínu til stuðnings. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju allir starfsmenn embættisins væru ekki kallaðir til sem vitni í málinu, ef lögmaður Hreiðars Más ætlaði sér að fá fram allan sannleikann í málinu. „Engin lagaheimild heimilar vitnaleiðslur í frávísunarkröfu,“ sagði saksóknari orðrétt. Dómari tók kröfu lögmanns Hreiðars Más til úrskurðar og segist ætla að kveða hann upp „á næstunni“. Hann tiltók ekki nákvæma tímasetningu á úrskurðinum. Gert hafði verið ráð fyrir því að málflutningurinn tæki tvær klukkustundir, en vegna kröfunnar um að kalla til vitni í frávísunarkröfunni var ekki hægt að halda honum áfram í dag. Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. Hreiðar Már er einn þriggja ákærða í málinu, en auk hans eru þeir Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir. Þeim er gefið að sök að hafa stundað umboðssvik árið 2008, við lánveitingar félaga á Bresku jómfrúareyjum, en lánin hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, sem eru um 78 milljarða króna.Vitni í frávísunarkröfuKlukkan tíu í morgun átti málflutningur að fara fram í frávísunarkröfu Hreiðars Más. Lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, fór fram á að vitni yrði kölluð til frávísunarkröfunnar. Meðal þeirra sem hann vill kalla til sem vitni eru áðurnefndur sérstakur saksóknari auk tveggja annarra manna; Bjarna Ólafs Ólafssonar, starfsmanns hjá embættinu, og Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrum starfsmanns embættisins. Jón Óttar hefur tjáð sig opinberlega að lög hafi verið brotin við hleranir. Hörður Felix sagði fyrir dómi að hann vildi leiða fram sannleikann í málinu, um hvort að hlustað hefði verið á trúnaðarsamtöl og sagðist hafa lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Hann sagði að eingöngu yrði rætt um hleranirnar, ekki efnistök ákærunnar. Hörður Felix sagði að ekki væri tiltekið sérstaklega í lögum hvort að mætti kalla fram vitni í frávísunarkröfu og að slíkt ætti ekki að vera bannað.Saksóknari talaði um hlustanirTungutak saksóknara, Björns Þorvaldssonar, og lögmanns Hreiðars Más var ólíkt. Lögmaðurinn talaði um hleranir en saksóknari um hlustanir. Björn saksóknari taldi það ekki standast lög að vitni yrði leidd fram í frávísunarkröfunni og vísaði til Hæstaréttardóms máli sínu til stuðnings. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju allir starfsmenn embættisins væru ekki kallaðir til sem vitni í málinu, ef lögmaður Hreiðars Más ætlaði sér að fá fram allan sannleikann í málinu. „Engin lagaheimild heimilar vitnaleiðslur í frávísunarkröfu,“ sagði saksóknari orðrétt. Dómari tók kröfu lögmanns Hreiðars Más til úrskurðar og segist ætla að kveða hann upp „á næstunni“. Hann tiltók ekki nákvæma tímasetningu á úrskurðinum. Gert hafði verið ráð fyrir því að málflutningurinn tæki tvær klukkustundir, en vegna kröfunnar um að kalla til vitni í frávísunarkröfunni var ekki hægt að halda honum áfram í dag.
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04