Viðskipti erlent

Fimm hundruð milljónir tölva opnar fyrir árásum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá ráðstefnu hakkara í Bandaríkjunum.
Frá ráðstefnu hakkara í Bandaríkjunum. Vísir/Pjetur
Risastór hugbúnaðargalli hefur fundist sem gæti gert óprúttnum aðilum kleift að taka yfir að minnsta kosti fimm hundruð milljónir tölva um allan heim. Gallinn sem hlotið hefur nafnið Shellshock snýr að hugbúnaði sem heitir Bash, eða Skel á íslensku. Hugbúnaðurinn er notaður í Linux stýrikerfinu og stýrikerfi Apple fyrir Mac tölvur.

Sérfræðingar sem BBC hefur rætt við segja þennan galla vera mun alvarlegri en Heartbleed gallinn sem uppgötvaðist í apríl.

Í gegnum Heartbleed gallann var hægt að komast að lykilorðum einstaklinga, en í með Shellshock er hægt að stjórna tölvum í gegnum internetið.

Það sem gerir þennan galla enn alvarlegri er að margir vefþjónar víða um heim notast við Apache kerfið, sem inniheldur Bash.

Þar að auki er talið mjög auðvelt að nýta þennan galla.

„Ef gallinn er nýttur geta hakkarar mögulega tekið yfir stýrikerfið í tölvum, komist yfir trúnaðarupplýsingar, gert breytingar og margt fleira,“ segir Tod Beardsley, sérfræðingur í netöryggi, við BBC.

Almennum notendum Linux og Apple stýrikerfisins er ráðlaggt að fylgjast með heimasíðum framleiðenda þar sem uppfærslur munu líklega birtast.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,93
12
218.158
REGINN
2,88
14
117.420
ARION
1,94
75
2.915.480
ICEAIR
1,92
100
124.075
EIK
1,76
8
65.099

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,03
15
35.499
VIS
-0,35
10
21.137
HAGA
0
14
275.554
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.