Forval fyrir bíl ársins kunngert Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2014 14:26 Peugeot 308 komst í úrslit í flokki stærri fólksbíla. Alls komu 29 bílar til greina í vali á "bíl ársins 2015". Auk þess að velja bíl ársins er þessum bílum skipt í þrjá flokka, flokk minni fólksbíla, flokk stærri fólksbíla og loks flokk jeppa og jepplinga. Félagar í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna hafa reynsluekið þessum 29 bílum og í dag fór fram forval á meðal þeirra. Eftirtaldir bílar urðu efstir í forvali dómnefndar, þrír í hverjum flokki.Í flokki minni fólksbíla: Opel Adam Renault Capture Toyoya AygoÍ flokki stærri fólksbíla: Peugeot 308 VW Golf GTD Mercedes Benz C-classÍ flokki jeppa og jepplinga: Porsche Macan BMW X5 Nissan Qashqai Lokaumferð í valinu fer fram á laugardaginn, og fimmtudaginn 2. október kemur í ljós hvaða bíll sigrar í hverjum flokki og sá stigahæsti þeirra í öllum flokkunum þremur hlýtur sæmdarheitið Bíll ársins 2015. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent
Alls komu 29 bílar til greina í vali á "bíl ársins 2015". Auk þess að velja bíl ársins er þessum bílum skipt í þrjá flokka, flokk minni fólksbíla, flokk stærri fólksbíla og loks flokk jeppa og jepplinga. Félagar í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna hafa reynsluekið þessum 29 bílum og í dag fór fram forval á meðal þeirra. Eftirtaldir bílar urðu efstir í forvali dómnefndar, þrír í hverjum flokki.Í flokki minni fólksbíla: Opel Adam Renault Capture Toyoya AygoÍ flokki stærri fólksbíla: Peugeot 308 VW Golf GTD Mercedes Benz C-classÍ flokki jeppa og jepplinga: Porsche Macan BMW X5 Nissan Qashqai Lokaumferð í valinu fer fram á laugardaginn, og fimmtudaginn 2. október kemur í ljós hvaða bíll sigrar í hverjum flokki og sá stigahæsti þeirra í öllum flokkunum þremur hlýtur sæmdarheitið Bíll ársins 2015.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent