Bandaríkjamenn bíta frá sér á Gleneagles 27. september 2014 12:33 McIlroy og Poulter fagna pútti í morgun. AP/Getty Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira