Innlent

Framvísaði fölsuðu vegabréfi í Leifsstöð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Framvísaði ísraelsku vegabréfi í Leifsstöð sem reyndist falsað.
Framvísaði ísraelsku vegabréfi í Leifsstöð sem reyndist falsað.
Ferðamaður framvísaði um helgina vegabréfi sem reyndist vera falsað en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjunum.

Maðurinn framvísaði ísraelsku vegabréfi í vegabréfaskoðun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og vaknaði þá grunur um að það væri falsað, sem reyndist svo raunin.

Málið er komið í hefðbundið ferli og er til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×