Þorbjörn um Óla Stef: Ekki heppilegasti tíminn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 13:51 Þorbjörn Jensson gerðist tímabundið aðstoðarþjálfari Vals fyrir tveimur árum. vísir/valli Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals í Olís-deild karla í handbolta, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum eins og greint var frá fyrr í dag.Óskar Bjarni Óskarsson, sem stýrði Val til Íslandsmeistaratitils árið 2007, og Jón Kristjánsson, margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður liðsins, stýra liðinu fram að áramótum þegar Ólafur á að snúa aftur.Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, tekur brátt við formannsstöðunni hjá handknattleiksdeild Vals, en hann vildi í samtali við Vísi ekki gangast við því að þetta væru skrítnar kringumstæður. „Ég lít ekki á þetta þannig. Eins og segir í fréttatilkynningunni þá þarf Óli að snúa sér að því að byggja upp sitt fyrirtæki,“ segir Þorbjörn. „Við sem erum í kringum boltann hjá Val sáum að við gátum leyst þetta á farsælan hátt með Óskari Bjarna og Jóni fyrst hann var á lausu. Þetta hefði vissulega verið erfiðara ef við hefðum ekki haft mann eins og Jón í takinu.“ „Flest lið eru búin að ráða þjálfara og þannig allir búnir að festa sig. Þetta var bara frábært tækifæri til að gefa Óla þetta frí. Við erum nú allir miklir fagmenn sem vinnum að þessu í kringum Val og töldum okkur geta leyst þetta vel.“ Þorbjörn er þrautreyndur þjálfari, en hann gerði Val margsinnis að Íslandsmeisturum og þá stýrði hann íslenska landsliðinu í fimmta sæti á HM í Kumamoto árið 1997. Aðspurður út frá þjálfunarfræðunum hvort þetta sé góður kostur segir Þorbjörn: „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ekki heppilegasti tíminn, en það má alltaf að segja að það sé óheppilegt þegar það þarf að gera eitthvað svona. Þetta eru bara aðstæðurnar sem við stóðum frammi fyrir.“ Þorbjörn segir að Ólafur stefni að því að koma aftur um áramótin, en er einhver varaáætlun ef Ólafur biður um lengra frí? „Við áváðum bara að taka á þessum hlutum núna. Nú líða þessir mánuðir fram að áramótum og Óli verður auðvitað alltaf til staðar. Hann er ekki að fara neitt. Ég er alveg slakur yfir þessu. Við tökum bara nýja ákvörðun þegar að henni kemur,“ segir Þorbjörn Jensson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Valsmenn án Óla Stef til áramóta Fyrsti leikur Valsmanna í Olís-deildinni er gegn ÍR á fimmtudaginn í næstu viku. 12. september 2014 13:18