Eins og Facebook fyrir ríka fólkið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:12 Hægt er að skoða Netropolitan í einkaþotu, eins og sjá má á þessari mynd sem fyrirtækið sendi frá sér. Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira