Nýr Nissan Leaf kemst 290 km á hleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 13:30 Svona gæti nýr Nissan Leaf litið út.....vonandi. Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent
Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent