Heilsa

Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. Við munum fjalla um kosti þess að sleppa sykri og hvað getur komið í staðinn þegar löngunin í sætindi hellist yfir. Stevía er eitt af því sem hægt er að nota í stað hefðbundins sykurs og er tölvuvert hollari kostur.

Stevía er náttúrulegt sætuefni og er unnið úr jurt sem kemur upprunalega frá Suður-Ameríku. Jurtin er nú ræktuð um víða veröld og verður sífellt vinsælla sætuefni í stað sykurs. Stevía inniheldur engar hitaeiningar og það besta við hana er það að hún hefur ekki slæm áhrif á blóðsykurinn eins og hvítur sykur gerir. Hún hentar því vel fyrir sykursjúka og alla þá sem vilja sneiða hjá hefðbundnum sykri.

Hægt er að skipta út sykri fyrir stevíu í mörgum uppskriftum og er hægt að nota hana bæði í bakstur og matargerð. Gott er þó að  hafa í huga að stevía er mjög sæt, allt að 300 sinnum sætari en hvítur sykur og þarf því að nota mjög lítið af henni.

Hægt er að fá mismunandi bragðtegundir af stevíu frá mismunandi vörumerkjum og hún fæst í flestum heilsu og matvöruverslunum. Það er um að gera að prófa sig áfram og finna þá tegund sem hentar hverjum og einum.

Við viljum hvetja þig til góðra verka og drögum út heilsutengda vinninga vikulega í september. Vertu með á Facebook og Instagram og hastaggaðu #heilsuvisir #sykurlausseptember. Myndirnar geta verið af hvatningarorðum, drykkjum, sykurlausum mataruppskriftum, sætum bitum án sykurs, fyrirmyndum og öllu sem að tengist ferðalagi þínu í sykurlausum september.


Tengdar fréttir

Sykurlaus september - ertu með?

Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september.

Sannleikurinn um sykur afhjúpaður

Myndband þar sem kanadíska fréttakonan Gillian Findlay greinir frá helstu rannsóknum á afleiðingum sykurneyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×