Ísland í hópi með Thailandi, Puerto Rico og Chile Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2014 15:02 Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ísland mjakast upp lista Alþjóðefnahagsráðsins yfir samkeppnishæfi landa eftir mikið hrap vegan efnahagshrunsins. Ísland er í þrítugasta sæti yfir samkeppnishæfni þjóða og hefur færst upp um eitt sæti frá því í fyrra, sem er ekki viðunandi staða að mati forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þetta er þó töluvert langt frá því þegar Ísland vermdi tuttugasta sætið skömmu fyrir hrun árið 2008. Í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem birt var í dag kemur fram að Ísland færist upp um eitt sæti á milli ára í mælingum ráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem aflar gagna fyrir Alþjóðaefnahagsráðið segir að mælingar byggi á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð sé meðal stjórnenda á vinnumarkaði í 144 löndum. Ísland hafi í fjögur ár í röð horft fram á litlar breytingar á stöðu sinni á listanum um samkeppnishæfni þjóða en í september árið 2008 vermdi Ísland 20. sæti og 26. sæti árið 2009 en sitji nú í 30. sæti og færist upp um eitt sæti frá árinu 2013. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir þetta ekki viðunandi stöðu en horfa verði á málið í sögulegu samhengi og hann hafi á tilfinningunni að Ísland sé að færast upp á við. „Og því til sönnunar bendi ég á gríðarlega góða útkomu menntamálanna og tengingu þeirra og heilbrigðismálanna á rannsóknarplani. Þar eru að gerast mjög góðir hlutir á Íslandi og þessu tekur Alþjóðaefnahagsráðið eftir,“ segir Þorsteinn Ingi. Á þessu sviði geti leynst kveikja að nýjum viðskiptatækifærum á Íslandi. Heiðbrigðisvísinda samfélagið á Íslandi hafi staðið sig mjög vel m.a. með birtingu greina á alþjóðavettvangi. Þá sé vinnumarkaður hér skilvirkur. En löndin í næstu sætum fyrir neðan okkur á listanum eru Thailand, sem stekkur upp um sjö sæti, Puerto Rico, Chile, Indónesía og Spánn. „Þetta er auðvitað hópur sem við höfum ekki áður borið okkur saman við. Við vorum miklu nær toppnum í þessu áður og gátum betur borið okkur saman við Norðurlöndin. Vonandi verður breyting á þessu,“ segir Þorsteinn Ingi. Eins og undanfarin ár eru veikleikarnir enn sem fyrr veikur fjármálamarkaður, veik efnahagsstjórn, ónæg framleiðni á ýmsum sviðum og smæð heimamarkaðar. Núverandi staða gjaldeyrisviðskipta og aðgangur að fjármagni eru meðal margra þátta sem draga úr samkeppnishæfni Íslands, að mati Alþjóðaefnhagsráðsins. „Það er sannarlega það sem er að veikja okkur í þessu og næstu misseri, viðbrögð okkar ríkisstjórnar á næstu misserum, í áttina að bótum þar geta skipt sköpum og munu skipta sköpum,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Ísland er í þrítugasta sæti yfir samkeppnishæfni þjóða og hefur færst upp um eitt sæti frá því í fyrra, sem er ekki viðunandi staða að mati forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þetta er þó töluvert langt frá því þegar Ísland vermdi tuttugasta sætið skömmu fyrir hrun árið 2008. Í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem birt var í dag kemur fram að Ísland færist upp um eitt sæti á milli ára í mælingum ráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem aflar gagna fyrir Alþjóðaefnahagsráðið segir að mælingar byggi á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð sé meðal stjórnenda á vinnumarkaði í 144 löndum. Ísland hafi í fjögur ár í röð horft fram á litlar breytingar á stöðu sinni á listanum um samkeppnishæfni þjóða en í september árið 2008 vermdi Ísland 20. sæti og 26. sæti árið 2009 en sitji nú í 30. sæti og færist upp um eitt sæti frá árinu 2013. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir þetta ekki viðunandi stöðu en horfa verði á málið í sögulegu samhengi og hann hafi á tilfinningunni að Ísland sé að færast upp á við. „Og því til sönnunar bendi ég á gríðarlega góða útkomu menntamálanna og tengingu þeirra og heilbrigðismálanna á rannsóknarplani. Þar eru að gerast mjög góðir hlutir á Íslandi og þessu tekur Alþjóðaefnahagsráðið eftir,“ segir Þorsteinn Ingi. Á þessu sviði geti leynst kveikja að nýjum viðskiptatækifærum á Íslandi. Heiðbrigðisvísinda samfélagið á Íslandi hafi staðið sig mjög vel m.a. með birtingu greina á alþjóðavettvangi. Þá sé vinnumarkaður hér skilvirkur. En löndin í næstu sætum fyrir neðan okkur á listanum eru Thailand, sem stekkur upp um sjö sæti, Puerto Rico, Chile, Indónesía og Spánn. „Þetta er auðvitað hópur sem við höfum ekki áður borið okkur saman við. Við vorum miklu nær toppnum í þessu áður og gátum betur borið okkur saman við Norðurlöndin. Vonandi verður breyting á þessu,“ segir Þorsteinn Ingi. Eins og undanfarin ár eru veikleikarnir enn sem fyrr veikur fjármálamarkaður, veik efnahagsstjórn, ónæg framleiðni á ýmsum sviðum og smæð heimamarkaðar. Núverandi staða gjaldeyrisviðskipta og aðgangur að fjármagni eru meðal margra þátta sem draga úr samkeppnishæfni Íslands, að mati Alþjóðaefnhagsráðsins. „Það er sannarlega það sem er að veikja okkur í þessu og næstu misseri, viðbrögð okkar ríkisstjórnar á næstu misserum, í áttina að bótum þar geta skipt sköpum og munu skipta sköpum,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent