NATO-ríki í austur Evrópu finna til óöryggis Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2014 19:30 Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu segir að þrátt fyrir vopnahlé sem samið var um í dag, verði áfram barist gegn aðskilnaði austurhluta landsins frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir bandalagsríki NATO í austri finna til óöryggis vegna hernaðartilburða Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um vopnahléð í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag án þess að upplýst væri um önnur ákvæði samningsins en að stríðandi fylkingar áttu að leggja niður vopn klukkan þrjú í dag. En sjálfskipaður forsætisráðherra Luhansk í austuhluta Úkraínu sagði við kynningu samkomulagsins að það þýddi ekki að hætt yrði að berjast fyrir aðskilnaði austurhlutans frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á leiðtogafundi NATO í Wales í dag að íslensk stjórnvöld ætli að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins frá og með árinu 2016. „Við munum þurfa að leggja meira til uppbyggingarstarfs, m.a. í Úkraínu vegna ástandsins þar. En líka í þau borgaralegu verkefni sem við sérhæfum okkur í svo við getum talist vera virkir þátttakendur í að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir vopnahléssamkomulagið ekki breyta þeirri ætlan NATO að byggja upp stöðu sína í austur Evrópu. „Þó ekki væri nema til að þjóðir austur Evrópu telji sig öruggari en nú er og það fór ekkert á milli mála í kringum þennan fund að fulltrúar Austur-Evrópuþjóðanna og jafnvel mið-Evrópu landa líka, upplifa sig engan veginn örugga við þessar aðstæður,“ segir forsætisráðherra. Sigmundur Davíð segir stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla björgunar- og leitaraðstöðu á Íslandi. Þá muni stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þ.m.t. við þyrlubjörgunarþjónustu. „Svoleiðis að við gerum ráð fyrir að halda áfram þeirri undirbúningsvinnu. Þó að helst viljum við að sjálfsögðu fá önnur ríki með okkur í uppbyggingu sem verður til þess fallin að þjónusta stóran hluta norður Atlantshafsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu segir að þrátt fyrir vopnahlé sem samið var um í dag, verði áfram barist gegn aðskilnaði austurhluta landsins frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir bandalagsríki NATO í austri finna til óöryggis vegna hernaðartilburða Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um vopnahléð í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag án þess að upplýst væri um önnur ákvæði samningsins en að stríðandi fylkingar áttu að leggja niður vopn klukkan þrjú í dag. En sjálfskipaður forsætisráðherra Luhansk í austuhluta Úkraínu sagði við kynningu samkomulagsins að það þýddi ekki að hætt yrði að berjast fyrir aðskilnaði austurhlutans frá Úkraínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á leiðtogafundi NATO í Wales í dag að íslensk stjórnvöld ætli að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins frá og með árinu 2016. „Við munum þurfa að leggja meira til uppbyggingarstarfs, m.a. í Úkraínu vegna ástandsins þar. En líka í þau borgaralegu verkefni sem við sérhæfum okkur í svo við getum talist vera virkir þátttakendur í að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir vopnahléssamkomulagið ekki breyta þeirri ætlan NATO að byggja upp stöðu sína í austur Evrópu. „Þó ekki væri nema til að þjóðir austur Evrópu telji sig öruggari en nú er og það fór ekkert á milli mála í kringum þennan fund að fulltrúar Austur-Evrópuþjóðanna og jafnvel mið-Evrópu landa líka, upplifa sig engan veginn örugga við þessar aðstæður,“ segir forsætisráðherra. Sigmundur Davíð segir stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla björgunar- og leitaraðstöðu á Íslandi. Þá muni stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, þ.m.t. við þyrlubjörgunarþjónustu. „Svoleiðis að við gerum ráð fyrir að halda áfram þeirri undirbúningsvinnu. Þó að helst viljum við að sjálfsögðu fá önnur ríki með okkur í uppbyggingu sem verður til þess fallin að þjónusta stóran hluta norður Atlantshafsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira