Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. ágúst 2014 10:52 Reynir Traustason. Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason. Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason.
Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03