Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. ágúst 2014 10:52 Reynir Traustason. Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason. Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn eigenda, viðurkennir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hafi lánað sér persónulega fé til þess að kaupa hlutafé í DV. „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. Reynir segir að lagt hafi verið upp með það gagnvart Guðmundi að hann myndi gerast hluthafi þegar félagið glímdi við hreina neyð. Eftir umhugsun hafi hann hafnað því en boðist til að veita sér lán til að nýta kauprétt á hlutabréfum úr samþykktri aukningu. „Mér var ljóst að fjárfestingin var ótrygg vegna stöðu félagsins. Þessi samningur var gerður á síðasta ári. Þessar skuldbindingar mínar eru hluti af neyðaraðgerðum sem gerðar voru til bjargar félaginu. Auk þess er ég persónulega ábyrgðarmaður á 6 milljóna víxli sem DV ehf. gaf út. Þess utan er ég í ábyrgð upp á rúmar tvær milljónir vegna yfirdráttar fyrirtækisins. Af þessu sést að ég hafði mikla persónulega hagsmuni af því að félagið færi ekki illa,‟ segir Reynir. Reynir hafnar því alfarið að lán Guðmundar hafi haft áhrif á fréttaskrif DV. Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður DV, segir í innleggi í umræðu í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook, að á mánudaginn hyggist hann ræða við starfsmann Fjölmiðlanefndar og skýra því sem hann viti. „Það er fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. Hennar skylda er að upplýsa um raunverulegt eignarhald fjölmiðla og fylgjast með leyndum viðskiptaboðum. Nefndin er vissulega veik sökum smæðar en hefur þó rannsóknarheimildir sem mögulega eiga við hér. Þetta er mitt innlegg í umræðuna um þetta mál,“ skrifar Atli Þór. Post by Reynir Traustason.
Tengdar fréttir Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03