Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2014 11:24 Velta með bréf í Icelandair Group nam um 1.150 milljónum króna á fyrstu tveimur dögum vikunnar. Vísir/Pjetur Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent