Mögnuð bílaprófunarbraut Volvo Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:51 Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent
Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent