Menn önduðu léttar í Seðlabankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Beðið var dóms EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit um tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum með talsverðri eftirvæntingu enda miklir hagsmunir í húfi. Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda hefðu getað verið í uppnámi. Þá eru eignir lífeyrissjóðanna og þar með alls almennings háðar því að verðtrygging haldi ef greiðsla lífeyris í framtíðinni á að endurspegla breytingar á verðmæti þess gjaldmiðils, þ.e. krónum, sem hann er greiddur út í. Færð hafa verið rök fyrir því að ef niðurstaðan hefði verið á þann veg að verðtryggingin væri óskuldbindandi og Hæstiréttur dæmdi efnislega í samræmi við það væru samt engar líkur á því að ríkissjóður færi á hausinn. Helstu embættismenn fjármálaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins (FME) voru saman komnir á fundi með starfsmönnum Seðlabankans í morgun eftir að dómurinn var kveðinn upp. Menn fara sér í engu óðslega við að draga ályktanir af niðurstöðu dómsins enda eiga íslenskir dómstólar eftar að dæma í málinu. Olli engum titringi „Það er óhætt að segja að þetta álit EFTA-dómstólsins hafi ekki valdið neinum sérstökum titringi. Málið er að vísu óútkljáð fyrir íslenskum dómstólum. Við bíðum eftir þeirri niðurstöðu en ég get ekki séð að þetta valdi neinum titringi á íslenskum markaði á þessum tímapunkti,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var á fundinum þegar beðið var niðurstöðu dómsins en Seðlabankinn hafði unnið nokkrar ólíkar sviðsmyndir vegna málsins eftir því hver niðurstaðan yrði.Andið þið ekki léttar í kjölfar þessa álits EFTA-dómstólsins þótt þetta sé ekki endanleg niðurstaða? „Jú, það má segja það. Auðvitað er alltaf gott fyrir fjármálastöðugleika þegar óvissu er eytt. Núna er búið að eyða þeirri óvissu að eitthvað svona geti haft áhrif á hann mun ekki koma úr þessari átt, allavega,“ segir Már.Annar dómur bíður Ekki er búið að eyða endanlega réttaróvissu um verðtrygginguna þegar þetta mál er til lykta leitt því síðar á þessu ári mun EFTA-dómstóllinn skila ráðgefandi áliti í máli viðskiptavinar Landsbankans sem stefndi bankanum vegna verðtryggðs yfirdráttarláns. Í því máli var óskað eftir ráðgefandi áliti um lögmæti þess að miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ásamt árlegri hlutfallstölu kostnaðar í lánasamningi. Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Beðið var dóms EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit um tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum með talsverðri eftirvæntingu enda miklir hagsmunir í húfi. Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda hefðu getað verið í uppnámi. Þá eru eignir lífeyrissjóðanna og þar með alls almennings háðar því að verðtrygging haldi ef greiðsla lífeyris í framtíðinni á að endurspegla breytingar á verðmæti þess gjaldmiðils, þ.e. krónum, sem hann er greiddur út í. Færð hafa verið rök fyrir því að ef niðurstaðan hefði verið á þann veg að verðtryggingin væri óskuldbindandi og Hæstiréttur dæmdi efnislega í samræmi við það væru samt engar líkur á því að ríkissjóður færi á hausinn. Helstu embættismenn fjármálaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins (FME) voru saman komnir á fundi með starfsmönnum Seðlabankans í morgun eftir að dómurinn var kveðinn upp. Menn fara sér í engu óðslega við að draga ályktanir af niðurstöðu dómsins enda eiga íslenskir dómstólar eftar að dæma í málinu. Olli engum titringi „Það er óhætt að segja að þetta álit EFTA-dómstólsins hafi ekki valdið neinum sérstökum titringi. Málið er að vísu óútkljáð fyrir íslenskum dómstólum. Við bíðum eftir þeirri niðurstöðu en ég get ekki séð að þetta valdi neinum titringi á íslenskum markaði á þessum tímapunkti,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var á fundinum þegar beðið var niðurstöðu dómsins en Seðlabankinn hafði unnið nokkrar ólíkar sviðsmyndir vegna málsins eftir því hver niðurstaðan yrði.Andið þið ekki léttar í kjölfar þessa álits EFTA-dómstólsins þótt þetta sé ekki endanleg niðurstaða? „Jú, það má segja það. Auðvitað er alltaf gott fyrir fjármálastöðugleika þegar óvissu er eytt. Núna er búið að eyða þeirri óvissu að eitthvað svona geti haft áhrif á hann mun ekki koma úr þessari átt, allavega,“ segir Már.Annar dómur bíður Ekki er búið að eyða endanlega réttaróvissu um verðtrygginguna þegar þetta mál er til lykta leitt því síðar á þessu ári mun EFTA-dómstóllinn skila ráðgefandi áliti í máli viðskiptavinar Landsbankans sem stefndi bankanum vegna verðtryggðs yfirdráttarláns. Í því máli var óskað eftir ráðgefandi áliti um lögmæti þess að miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ásamt árlegri hlutfallstölu kostnaðar í lánasamningi.
Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00