Steðji fékk framlengingu á sumrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 14:19 Flöskurnar frá að prýða hillur Vínbúðarinnar í rúmar tvær vikur í viðbót. „Þetta eru auðvitað bara mikil gleðitíðindi,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson, annar eigandi Brugghús Steðja, en Áfengisverslun ríkisins veitti fyrirtækinu undanþágu á dögunum til að selja sumarbjór sinn út ágústmánuð. Vísir greindi frá því í liðinni viku að Sumarbjór Steðja yrði ófáanlegur frá 10. ágúst vegna reglugerðar sem kveður á um árstíðarbundnir áfengisdrykkir, eins og sumarbjórinn, megi einungis vera í sölu í einn til þrjá mánuði ár hvert. Drykkur Steðja kom á markað þann 10. maí og á sunnudaginn síðastliðinn voru þrír mánuðir frá því að sumarbjórinn rataði fyrst í hillur Vínbúðarinnar. Stóð til að kippa honum úr sölu eftir helgi og hefði sumrinu hjá Steðja því lokið um helgina. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi í júlí sótt um undanþágu frá reglugerðinni fyrir Sumarbjór Steðja, meðal annars vegna þess að hún hafi ekki legið skýrt fyrir í maímánuði þegar sala á sumarbjórnum hófst. Eftir að undanþágubeiðninni var hafnað hafi Steðji sent ítrekun og krafið Vínbúðina svara enda um mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækið að ræða. Brugghúsið er smátt í sniðum og hefði verið illa í stakk búið til að mæta sölustöðvun sem þessari. Alls eru á þriðja þúsund flaska af Sumarbjór Steðja til í birgðageymslum Vínbúðarinnar og hefði fyrirtækinu verið gert að farga þeim ef ekki hefði fundist farsæl lausn á málinu Engin svör hafi þó borist frá stjórnvöldum og taldi Dagbjartur því málinu lokið. „En tveimur dögum eftir að fréttin um sumarlokin hjá okkur fór í loftið ákvað Vínbúðin loksins að svara okkur á þá leið að við fengjum undanþágu til selja út ágústmánuð. Lögfræðingar Vínbúðarinnar sögðu að hægt væri að veita undanþáguna því að bjórinn hafi farið í sölu 10. maí en ekki fyrsta þess mánaðar en ég held að umræðan og umfjöllunin hafi skipt meira máli þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Dagbjartur. Bjórinn verður því seldur fram til mánaðamóta í 22 af 48 vínbúðum landsins. Tengdar fréttir Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Þetta eru auðvitað bara mikil gleðitíðindi,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson, annar eigandi Brugghús Steðja, en Áfengisverslun ríkisins veitti fyrirtækinu undanþágu á dögunum til að selja sumarbjór sinn út ágústmánuð. Vísir greindi frá því í liðinni viku að Sumarbjór Steðja yrði ófáanlegur frá 10. ágúst vegna reglugerðar sem kveður á um árstíðarbundnir áfengisdrykkir, eins og sumarbjórinn, megi einungis vera í sölu í einn til þrjá mánuði ár hvert. Drykkur Steðja kom á markað þann 10. maí og á sunnudaginn síðastliðinn voru þrír mánuðir frá því að sumarbjórinn rataði fyrst í hillur Vínbúðarinnar. Stóð til að kippa honum úr sölu eftir helgi og hefði sumrinu hjá Steðja því lokið um helgina. Dagbjartur segir að fyrirtækið hafi í júlí sótt um undanþágu frá reglugerðinni fyrir Sumarbjór Steðja, meðal annars vegna þess að hún hafi ekki legið skýrt fyrir í maímánuði þegar sala á sumarbjórnum hófst. Eftir að undanþágubeiðninni var hafnað hafi Steðji sent ítrekun og krafið Vínbúðina svara enda um mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækið að ræða. Brugghúsið er smátt í sniðum og hefði verið illa í stakk búið til að mæta sölustöðvun sem þessari. Alls eru á þriðja þúsund flaska af Sumarbjór Steðja til í birgðageymslum Vínbúðarinnar og hefði fyrirtækinu verið gert að farga þeim ef ekki hefði fundist farsæl lausn á málinu Engin svör hafi þó borist frá stjórnvöldum og taldi Dagbjartur því málinu lokið. „En tveimur dögum eftir að fréttin um sumarlokin hjá okkur fór í loftið ákvað Vínbúðin loksins að svara okkur á þá leið að við fengjum undanþágu til selja út ágústmánuð. Lögfræðingar Vínbúðarinnar sögðu að hægt væri að veita undanþáguna því að bjórinn hafi farið í sölu 10. maí en ekki fyrsta þess mánaðar en ég held að umræðan og umfjöllunin hafi skipt meira máli þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Dagbjartur. Bjórinn verður því seldur fram til mánaðamóta í 22 af 48 vínbúðum landsins.
Tengdar fréttir Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09 Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Sumarið búið hjá Steðja Þrátt fyrir að ágúst sé einungis nýhafinn neyðist Brugghús Steðja að kippa sumarbjór sínum úr sölu sökum "úreltra reglna hjá ÁTVR“ 7. ágúst 2014 14:09
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun