Mikil blessun fyrir mig að fá þetta tækifæri 13. ágúst 2014 22:01 Damon Johnson í leik með Keflavík. Mynd/Vísir „Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45