VERT markaðsstofa hefur gengið frá kaupum á hluta af auglýsingastofunni Expo af eignarhaldsfélaginu Festi hf. Kaupverðið er trúnaðarmál á milli kaupanda og seljanda.
Sameinað fyrirtæki mun bera nafn VERT markaðsstofu, samkvæmt fréttatilkynningu um kaupin. Expo var til húsa á Skemmuvegi í Kópavogi en starfsemin verður flutt í höfuðstöðvar VERT á Þóroddsstöðum í Skógarhlíð. Starfsmannafjöldi meira en tvöfaldast við kaupin og fer upp í 19 starfsmenn.
VERT markaðsstofa var stofnuð fyrir fimm árum og er í eigu Stefáns Gunnarssonar, Harðar Harðarssonar og Halldór Elvarssonar sem allir eru jafnframt starfsmenn fyrirtækisins. Á meðal helstu viðskiptavina þess eru Ölgerðin, Opin kerfi, Heilsa, Allianz, Lýsi, Vistor, Microsoft, Kynnisferðir og Byko.
Festi eignaðist auglýsingastofuna Expo í tengslum við kaup á nokkrum eignum Norvikur hf. í febrúar síðastliðnum. Starfsmenn Expo voru 22 en um 12 þeirra munu fara til annarra starfa fyrir Festi og tengd félög.
Expo auglýsingastofa rennur inn í VERT
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna
Viðskipti innlent

Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna?
Viðskipti innlent


„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“
Viðskipti innlent

Keyra á orkudrykkjamarkaðinn
Viðskipti innlent

Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna
Viðskipti innlent

Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys
Viðskipti innlent


„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“
Viðskipti innlent

Davíð trónir enn og aftur á toppnum
Viðskipti innlent