Innlent

Leið hvergi betur en á Íslandi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fimm daga vopnahlé tók gildi á Gaza í nótt skömmu eftir að þriggja daga vopnahlé rann út. Sex menn létust þegar sprengjusveit reyndi að aftengja ísraelska sprengju á fótboltavelli í norðurhluta Gaza í gær, þar á meðal náinn vinur formanns Íslands- Palestínu. 

Egyptar hafa nú milligöngu um samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna, en fréttir herma að stríðandi fylkingar hafi nálgast í sex af ellefu ágreiningsatriðum sem lögð hafa verið á samningaborðið.

Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestínau, varð fyrir miklum persónulegum missi í gær þegar vinur hans Ali Abu Afash, 36 ára gamall túlkur, lést ásamt fimm öðrum  þegar hann var að aðstoða fréttamann AP fréttaveitunnar sem var að fylgjast með sprengjusveit aftengja ísraelska sprengju. 

Sveinn Rúnar kynntist Ali  þegar hann var staddur á Gasa fyrir fimm árum síðan, en Ali heimsótti Svein og eiginkonu hans til Íslands árið 2012.

„Við áttum alveg yndislega daga með Ali á Íslandi, fórum með hann að skoða og njóta náttúrunnar og höfðum það gott. Honum leið alveg rosalega vel hérna, og skrifaði í gestabókina hjá mér áður en hann fór að hann hafi fyrst lifað og verið frjáls á Íslandi, honum leið hvergi betur“ segir Sveinn um vin sinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×