Innlent

„Ég elska beikon“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tugþúsundir heimsóttu Skólavörðustíginn í dag þegar Reykjavík Bacon Festival hátíðin fór fram í fjórða sinn. Áætlað er að gestir hátíðarinnar hafi sporðrennt um fjórum tonnum af beikoni í ár.

Gleðin skein út andlitum þeirra sem heimsóttu Beikon hátíðina á Skólavörðustígunum í dag. Um 30 þúsund manns tóku þátt í hátíðinni á síðasta ári en gætu verið talsvert fleiri í ár.

Eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan þá fundu allir eitthvað við sitt hæfi en fjöldi veitingastaða tók þátt í hátíðinni sem matreiddu beikon á sérstakan hátt.

Nánar í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×