Traust fjármálastjórn, grunnur framtíðar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtímabil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í handbremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meirihluta þar sem ólík sjónarmið og andstæðir kraftar eru sífellt að takast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfsbreytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tók höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endurreisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum.Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana.Enn betri skólar Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heimanámið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórnmálaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar