Sportlegur næsti Kia Sorento Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 09:45 Straumlínulagaður og langur Sorento. Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent