Rétt sleppur við tundurskeyti Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 12:38 Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent