Næsti Bugatti Veyron 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 12:30 Svona gæti nýjasta gerð Bugatti Veyron litið út. Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent