Heilsa

10 leiðir til þess að nota kókosolíu

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar
Kókosolía er frábær í ótrúlega margt. Hún hentar vel í matargerð og er nærandi fyrir húð og hár. Kókosolían geymist lengur en margar aðrar olíur og ekki þarf að geyma hana í ísskáp. Mikilvægt er að velja lífræna, hreina, alveg óunna og óhitaða kókosolíu.

Hér koma 10 leiðir til þess að nota kókosolíu:

Til þess að taka af farða

Kókosolíu má nota til þess að þvo af farða af bæði andliti og augum, hún nær farðanum vel af og nærir húðina í leiðinni.

Í baksturinn

Hægt er að skipta út annari fitu í uppskriftum fyrir kókosolíu og til eru fjöldamargar uppskriftir af ljúffengum sætindum með kókosolíu í.

Til steikingar

Kókosolía þolir mikinn hita vel og hentar því vel til steikingar.

Í hárið

Kókosolía er góð næring fyrir hárið og hársvörðinn. Gott er að bera hana í hárið fyrir svefn og þvo úr með sjampói næsta dag.

Rakstur

Kókosolíu er hægt að nota bæði sem raksápu og til þess að bera á húðina eftir rakstur.

Svitalyktareyðir

Kókosolían hefur bakteríudrepandi eiginleika og hentar vel undir hendur. Blandið saman kókosolíu og matarsóda til þess að fá náttúrulegan og góðan svitalyktareyði.

Á húðina

Góð og nærandi fyrir húðina, hægt að nota á andlit, líkama og sem handaáburð

Fyrir börn

Kókosolían er tilvalin til þess að nota á litla bossa við bleyjuskipti.

Sleipiefni

Kókosolía er laus við öll skaðleg eiturefni og er frábær sem náttúrulegt sleipiefni.

Nuddolía

Nærandi og vel lyktandi og hentar afar vel sem nuddolía.








×