Menningin er vel metin Katrín Pálsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:54 Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar