Lífið

Fyrrverandi meðlimur Destiny's Child handtekinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Farrah Franklin, fyrrverandi meðlimur stúlknasveitarinnar Destiny's Child, var handtekin í gærmorgun fyrir óstýriláta hegðun í Conway í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Farrah var meðlimur sveitarinnar í fimm mánuði árið 2000. Hún var ráðin sem aukaleikari í tónlistarmyndband við lagið Bills, Bills, Bills árið 1999 og kynntist þar meðlimum sveitarinnar, Kelly Rowland, Beyoncé Knowles, LeToya Luckett og LaTavia Roberson. Þá tilheyrði Farrah sveitinni Jane Doe sem var við það að leggja upp laupana.

Í desember árið 1999 bauð Matthew Knowles, þá umboðsmaður sveitarinnar, Farrah og Michelle Williams að ganga í Destiny's Child í staðinn fyrir LaTavia og LeToya. Þær tvær voru kynntar til sögunnar í myndbandi við lagið Say My Name. Farrah lét ekki sjá sig á nokkrum viðburðum sem sveitin átti að troða upp á og því neyddust hinir hljómsveitarmeðlimirnir til að reka hana úr hljómsveitinni.

Farrah var sleppt úr varðhaldi á sunnudag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún er handtekin. Hún var einnig tekin fyrir óstýriláta hegðun í Kaliforníu árið 2011. 

Nokkrum klukkutímum fyrir handtökuna birti hún meðfylgjandi mynd af sér á Instagram þar sem hún sést njóta lífsins á ströndinni.





Nokkrum klukkutímum eftir handtökuna birti hún síðan þessa mynd og skrifaði við hana:

„Ég er góð, hata bara heimsku fjölmiðlana stundum en þetta er starfið sem ég skráði mig til að vinna. Þannig að ég virði það.“





Farrah ásamt Kelly Rowland, Beyoncé Knowles og Michelle Williams.vísir/getty
Eftir að Farrah yfirgaf Destiny's Child hóf hún sólóferil. Hún fékk samning við Fo-reel Entertainment, sem síðar var rift, og tók upp lagið Get at Me með Method Man.

Hún hóf einnig leiklistarferil og lék meðal annars í kvikmyndinni The Brewster Project árið 2004. Þá hefur hún setið fyrir í auglýsingaherferð fyrir Def Jam University, fatalínu Russells Simmons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.