Hyundai með besta viðmótsskorið Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:17 Hyundai i10 smábíllinn. Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent